Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Ég þekki einstakling sem fékk leyfi á grundvelli falsaðra gagna. Hver er réttarstaða hans ef það kemst upp?

Ef útlendingur frá ríki utan EES hefur fengið leyfi á grundvelli rangra upplýsinga eða þess að leynt var atvikum sem verulega þýðingu gátu haft við útgáfu leyfis, verður réttarstaða hans eftir að leyfið hefur verið afturkallað, sú sama og ef hann hefði aldrei fengið útgefið leyfi.


Réttur útlendings til dvalar á Íslandi fellur niður ef hann hefur vísvitandi veitt rangar upplýsingar, ef um málamyndagerninga er að ræða (t.d. hjúskap) eða dvöl í öðrum tilgangi en þeim sem samræmist heimildum laganna. Sama á við ef um aðra misnotkun er að ræða. Réttur til dvalar hér á landi fellur ekki niður vegna tímabundinna veikinda, slyss eða þess að EES- eða EFTA-útlendingur er atvinnulaus gegn vilja sínum eftir að hafa starfað hér á landi í meira en eitt ár. 

 


Forsíða Spurt og svarað Búsetu og atvinnuleyfi Ég þekki einstakling sem fékk leyfi á grundvelli falsaðra gagna. Hver er réttarstaða hans ef það kemst upp?