Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Húsnæðismál

Hvaða reglur gilda um tryggingafé sem leigjandi greiðir leigusala?

Ef leigjandi hefur greitt leigusala tryggingafé skal leigusali endurgreiða það við lok leigutímans. Hann má ekki ráðstafa fénu eða taka af því nema með samþykki leigjanda eða að hann hafi fengið dóm um bótaskyldu leigjanda, t.d. vegna tjóns á húsnæðinu. Þó má hann ráðstafa því vegna ógreiddrar leigu. Ef leigusali ætlar að gera kröfu í tryggingaféð skal hann gera það sem fyrst og ekki síðar en tveimur mánuðum frá lokum leigutímans.

Hvaða reglur gilda um uppsagnarfrest að leiguhúsnæði?

Aðeins er heimilt að segja upp ótímabundnum samningum. Ef samningurinn er þannig úr garði gerður að honum ljúki að ákveðnum tíma liðnum eða á ákveðnum degi er ekki hægt að segja honum upp nema það sé sérstaklega tekið fram í samningnum. Annars fellur hann úr gildi á umsömdum degi án sérstakrar tilkynningar.