Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Sjúkra- og tryggingamál

Sjúkratrygging:

Þeir sem koma frá löndum utan EES þurfa að kaupa sjúkratryggingu fyrir fyrstu sex mánuðina hér á landi. Búseta miðast við lögheimili og þannig er einstaklingur ekki sjúkratryggður fyrr en hann hefur haft lögheimili í sex mánuði á Íslandi, en Tryggingastofnun ákveður hvort einstaklingur telst sjúkratryggður hér á landi. Það er mögulegt að einstaklingur njóti tryggingar þó hann sé ekki skráður í þjóðskrá.

Gilt E-104 vottorð: Þeir sem koma frá EES ríkjum geta lagt fram E-104 vottorð og ef það er gilt, þ.e. staðfestir tryggingar- og starfstímabil í öðru EES landi og vottar söfnun tryggingar-, starfs- eða búseturéttinda, teljast þeir tryggðir hér á landi. Einnig er mögulegt að aðrar tegundir E vottorða veiti einstaklingnum ýmist sjúkratryggingu hér á landi og erlendis.

Ekki gilt E-104 vottorð: Þeir sem hafa ekki gilt E-104 vottorð og eru ekki tryggðir í heimalandi sínu, þurfa að kaupa sjúkratryggingu eins og þeir sem koma frá löndum utan EES. En sjúkratryggingin nær ekki yfir allt sem upp getur komið, til dæmis borgar sjúkratrygging ekki kostnað vegna meðgöngu og fæðingar. Því hefur það komið upp að konur sem ekki hafa dvalið hér í sex mánuði þurfi að greiða allan kostnað af meðgöngu og fæðingu úr eigin vasa. Nánar á www.tr.is, www.island.is, www.ahus.is.