Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Skilnaður

Ef bæði eða annað hvort hjóna/samvistarmaka óska skilnaðar ber samkvæmt íslenskum lögum að veita þeim hann. Með öðrum orðum, þó annað hjóna/samvistarmaka vilji ekki skilja kemur það ekki í veg fyrir að skilnaður gangi í gegn en það getur hins vegar tafið gang málsins. Leyfi til skilnaðar að borði og sæng og til lögskilnaðar veita sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra ef samkomulag er um skilnaðinn. Að öðrum kosti ber að leita skilnaðar hjá dómstólum.

Read more: Skilnaður

Slit á óvígðri sambúð

Sá misskilningur er útbreiddur að sömu réttarreglur gildi um sambúðarfólk og um fólk í hjúskap/staðfestri samvist. Staðreyndin er hins vegar sú að hjúskaparlög eiga aðeins við um fólk í hjúskap/staðfestri samvist. Sem dæmi má nefna að í óvígðri sambúð gildir ekki helmingaskiptaregla hjúskaparlaga um skiptingu eigna og skulda, milli sambúðarfólks ríkir ekki gagnkvæm framfærsluskylda og ekki er um erfðarétt milli þeirra að ræða.

Read more: Slit á óvígðri sambúð

Forsíða Upplýsingaefni Fræðsluefni Skilnaður og slit á óvígðri sambúð