Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga

Þann 1. ágúst síðastliðinn tóku gildi breytingar á lögum um útlendinga og um atvinnuréttindi útlendinga. Hefur tegundum atvinnu- og dvalarleyfa og skilyrðum fyrir þeim verið breytt talsvert. Til dæmis er atvinnuleyfi nú veitt útlendingi til að starfa á tilteknum vinnustað, í stað atvinnurekanda áður, en meginreglan er þó að atvinnurekandinn sæki um atvinnuleyfið. Eins og áður þurfa allir umsækjendur, frá ríkjum utan EES, að uppfylla grunnskilyrði dvalarleyfis, t.d. framfærslu, húsnæði, sakavottorð, sjúkratryggingu og gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins.

Read more: Breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga

Um mansal á Íslandi

Lítið hefur verið rætt um það opinberlega hvort fórnarlömb mansals sé að finna hér á landi og því alls þaðan af síður verið slegið föstu. Hins vegar hafa aðilar sem starfa fyrir ýmis frjáls félagasamtök og stofnanir hitt þau fyrir. Mansal er meðal þeirra glæpa sem hvað erfiðast hefur reynst að uppræta ekki síst vegna þess hve föst tök glæpamennirnir hafa á fórnarlömbum sínum og þess hve treglega gengur að fá almenning til að horfast í augu við að þetta er staðreynd. 

Read more: Um mansal á Íslandi