Kvennaráðgjöfin

  • flower
  • flower2
  • flower3

Ég er EES borgari, þarf ég að sækja um búsetuleyfi til að fá rétt til ótímabundinnar dvalar?

EES- eða EFTA-útlendingur, sem dvalið hefur löglega hér á landi samfellt í fimm ár á rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi. Sama gildir um aðstandendur hans sem hafa dvalið löglega með honum hér á landi í fimm ár.

Read more: Ég er EES borgari, þarf ég að sækja um búsetuleyfi til að fá rétt til ótímabundinnar dvalar?

Ég þekki einstakling sem fékk leyfi á grundvelli falsaðra gagna. Hver er réttarstaða hans ef það kemst upp?

Ef útlendingur frá ríki utan EES hefur fengið leyfi á grundvelli rangra upplýsinga eða þess að leynt var atvikum sem verulega þýðingu gátu haft við útgáfu leyfis, verður réttarstaða hans eftir að leyfið hefur verið afturkallað, sú sama og ef hann hefði aldrei fengið útgefið leyfi.

Read more: Ég þekki einstakling sem fékk leyfi á grundvelli falsaðra gagna. Hver er réttarstaða hans ef það...

Hafa skilyrði fyrir búsetuleyfi breyst?

Já. Nú er meginreglan sú að það má veita útlendingi búsetuleyfi hafi hann dvalið hér á landi samfellt síðustu fjögur ár samkvæmt dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur búsetuleyfis. Áður gátu t.d. þeir sem höfðu fengið dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar sótt um búsetuleyfi eftir 3 ár.

Read more: Hafa skilyrði fyrir búsetuleyfi breyst?

Forsíða Spurt og svarað Búsetu og atvinnuleyfi